Færsluflokkur: Bloggar
28.7.2008 | 12:02
no-S ...........................................
Halló halló, allir sem lesa. Hver vill vera með í leik? Hann er reyndar spilaður á ensku, en maður þarf nú ekki að kunna mikið til að geta leikið hann. Leikurinn hefur oftast í för með sér að fólk léttist. Mér sýnist flestir sem fara eftir reglunum léttast um hálft-1 kg á viku, en það er auðvitað engin regla. Fer alveg eftir hverjum og einum. Það góða við leikinn, sklist mér, er það að maður venst honum og fer að spila hann ósjálfrátt alla daga án þess að fatta það. Þannig að þeir sem að vilja létta sig án þess að vera stöðugt að hugsa um það, ættu endilega að taka þátt:)
Reglunar eru eftirfarandi
There are just three rules and one exception:
- No Snacks
- No Sweets
- No Seconds
Except (sometimes) on days that start with "S"
(Tekið beint af www.nosdiet.com)
S.s. ekki flóknar reglur!
Ekkert snakk (millimál), engin sætindin, engin ábót, en það er þó ein undantekning (stundum) á dögum sem byrja á S, þ.e.a.s Saturdays og Sundays, laugardagar og sunnudagar.
Síðan er smá klausa neðar á heimasíðunni þeirra sem segir
The days that start with "s" are:
Saturday, Sunday and "Special" days. Special days include (your) national and (your) religious and (your) close family's and friend's birthdays. My apologies to atheists and non-native English speakers. A lean and hungry look becomes you.
Sick days also start with S. Though I don't imagine you'll be too hungry if you're really sick, you officially have license to do whatever it takes to get better.
(Tekið beint af www.nosdiet.com)
Nema hvað. Þetta er fimmti dagurinn minn í dag og það gengur bara svona líka vel. Það er eiginlega ekki hægt að svindla, sem er það besta, það veldur manni engum áhyggjum eða samviskubiti. T.d. var ég frekar slök um helgina en maður verður bara að hugsa "það kemur ný helgi, sem verður kannski betri" en ég hef enga ástæðu til að hætta að spila leikinn því að ég svindlaði ekki. Það er nefla það sem hefur oftast fengið mig til að hætta öllum þessu dietum, ég er með svo mikla fullkomnunaráráttu að ef ég klikka, þá get ég alveg eins hætt..... Mjög órökrétt en svona gerist það.
Mataræði hvers og eins byggist oftast á vana. Maður venst því að borða á einn hátt og á erfitt með að breyta því. Síðan byrjar maður á diet sem gengur kannski fínt í einhverja mánuði og maður léttist um X mörg kg. En síðan kemur að því að flestir geta detta útaf brautinni og inní gamla vanann aftur. Þú þyngist aftur um kg sem þú misstir og bætir eflaust á þig 5 auka kílóum. Þessi leikur hinsvegar, byggist ekki á því að þú breytir mataræðinu eða hættir að borða það sem þér þykir gott (nema notla sætt á no-S dögum osfr). Þetta byggist bara á því að borða minna, sleppa öllum sætindum og narti á milli mála. Síðan venst maður þessu munstri og ósjálfrátt léttist, þú þarft aldrei að "hætta".. Hverju á maður svo sem að hætta?
Endilega kíkið á www.nosdiet.com til að lesa meira :)
ps. ég hef enga hagsmuna að gæta, fannst þetta bara svo sniðugt að ég ákvað að deila því;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)